Þórhildur greinir frá tíðindunum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún segir þau ekki hafa geta beðið með að gifta sig, þó svo að brúðkaupsveislan sjálf muni fara fram á næsta ári.
„7.7. er dagurinn sem við byrjuðum saman fyrir þremur árum og því réttur dagur til þess að játast hvert öðru,“ segir Þórhildur í hjartnæmri Facebook-færslunni.

Athafnastjóri var Inga Auðbjörg Straumland, unnusta Helga Hrafns Gunnarssonar, flokksbróður Þórhildar. Í færslunni færir Þórhildur henni sérstakar þakkir fyrir að hafa stokkið til og gefið parið saman með engum fyrirvara.
Parið hefur þó verið trúlofað í eitt og hálft ár eða síðan á aðfangadag árið 2019.
„Ég er ótrúlega hamingjusöm kona enda ekki hægt að hugsa sér betri eiginmann,“ segir Þórhildur.
Árið hefur verið sérstaklega viðburðaríkt hjá þeim hjónum, en þau eignuðust soninn Antoni Örn Orpel þann 20. febrúar síðastliðinn.