Búið að bjóða sjö hundruð þúsund krónur í myndina af Bjarna og Þorsteini Má Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2021 11:12 Listamaðurinn Þrándur Þórarinsson sér fyrir sér að hærri tilboð líti dagsins ljós á lokametrum uppboðsins. Eins og Vísir hefur greint frá stendur nú yfir listsýning á verkum Þrándar í Gallerí Port. Ein mynd hefur einkum vakið athygli og umtal sem er málverk þar sem sjá má Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kyssa á hring Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. Sú mynd er á sérstöku uppboði sem Þrándur heldur á heimasíðu sinni og er hæsta tilboðið sem stendur í myndina 700.000 krónur, en um er að ræða olíu á hörstriga. „Sá sem átti síðasta óskaði þess sérstaklega að nafn sitt yrði ekki gefið upp,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Og hann vildi heldur ekki gefa það upp hvort flokka megi þann hinn sama sem pólitískan andstæðing Bjarna eða samherja. Þrándur gerir reyndar því skóna að hærri tilboð muni líta dagsins ljós áður en yfir lýkur, en uppboðinu lýkur klukkan 16:00 á morgun. „Já, ég geri fastlega ráð fyrir að það komi fjörugur vaxtakippur í það á morgun. Væntanlega muna óvildarmenn Bjarna eða Þorsteins ekki setja sig úr færi að eignast þetta stofudjásn. Nærri má geta að menn komast ekki í álíka álnir og Þorsteinn Már án þess að eignast fjársterka fjandmenn,“ segir Þrándur. Þá metur listamaðurinn það svo að verkið tæki sig prýðilega út á hvaða kosningskrifstofu sem er með vísan til Alþingiskosninganna í haust. „En vitaskuld færi best á því að hinn íslenski Sjálfstæðisflokkur mundi festa kaup á verkinu, til að hengja upp í anddyri Valhallar, og gera flokksmönnum ljóst hvernig valdastrúktúr er háttað. Ef einhver skyldi velkjast í vafa um það. Þeir mega setja myndina á kosningabæklinga sína og bleðla gjaldfrítt mín vegna.“ Þrándur telur einnig að myndin myndi sóma sér vel á skrifstofu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra; reyndar virðist Þrándur telja að myndin eigi hvarvetna vel heima. Myndlist Tengdar fréttir Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld. 5. október 2018 22:30 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá stendur nú yfir listsýning á verkum Þrándar í Gallerí Port. Ein mynd hefur einkum vakið athygli og umtal sem er málverk þar sem sjá má Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kyssa á hring Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. Sú mynd er á sérstöku uppboði sem Þrándur heldur á heimasíðu sinni og er hæsta tilboðið sem stendur í myndina 700.000 krónur, en um er að ræða olíu á hörstriga. „Sá sem átti síðasta óskaði þess sérstaklega að nafn sitt yrði ekki gefið upp,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Og hann vildi heldur ekki gefa það upp hvort flokka megi þann hinn sama sem pólitískan andstæðing Bjarna eða samherja. Þrándur gerir reyndar því skóna að hærri tilboð muni líta dagsins ljós áður en yfir lýkur, en uppboðinu lýkur klukkan 16:00 á morgun. „Já, ég geri fastlega ráð fyrir að það komi fjörugur vaxtakippur í það á morgun. Væntanlega muna óvildarmenn Bjarna eða Þorsteins ekki setja sig úr færi að eignast þetta stofudjásn. Nærri má geta að menn komast ekki í álíka álnir og Þorsteinn Már án þess að eignast fjársterka fjandmenn,“ segir Þrándur. Þá metur listamaðurinn það svo að verkið tæki sig prýðilega út á hvaða kosningskrifstofu sem er með vísan til Alþingiskosninganna í haust. „En vitaskuld færi best á því að hinn íslenski Sjálfstæðisflokkur mundi festa kaup á verkinu, til að hengja upp í anddyri Valhallar, og gera flokksmönnum ljóst hvernig valdastrúktúr er háttað. Ef einhver skyldi velkjast í vafa um það. Þeir mega setja myndina á kosningabæklinga sína og bleðla gjaldfrítt mín vegna.“ Þrándur telur einnig að myndin myndi sóma sér vel á skrifstofu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra; reyndar virðist Þrándur telja að myndin eigi hvarvetna vel heima.
Myndlist Tengdar fréttir Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld. 5. október 2018 22:30 Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók, sem þjóðsagan segir að geti aflað mönnum fjár, átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti þar sem myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson opnar sýningu á morgun. Myndin er hins vegar vinsæl og hefur nú þegar verið seld. 5. október 2018 22:30