Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu. Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu.
Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01