Innlent

Leita manns sem vann fjór­faldan lottópott

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Vinningshafinn keypti miðann á N1 í Mosfellsbæ.
Vinningshafinn keypti miðann á N1 í Mosfellsbæ. vísir/vilhelm

Maðurinn sem vann fjór­faldan ó­skiptan lottópott þann 12. júní síðast­liðinn er enn ó­fundinn. Vinningurinn hljómar upp á 54,5 milljónir króna.

Miðinn var keyptur á N1 í Há­holti í Mos­fells­bæ og var með tölunum: 17, 25, 28, 29 og 37.

Ís­lensk get­spá heldur utan um lóttóið. Hall­dóra María Einars­dóttir, markaðs­stjóri Ís­lenskrar get­spár sem heldur utan um lottóið, segir í samtali við Vísi að vinningar fyrnist þegar ár er liðið frá útdrættinum.

Nú eru fjórar vikur liðnar síðan dregið var út og vinningurinn verður til­búinn til af­hendingar á mánu­daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×