Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni dæmdi dómari leiksins, Danny Makkelie, umdeilda vítaspyrnu.
Raheem Sterling féll þá í teignum eftir baráttu við Joakim Mæhle en Danny var ekki í vafa og benti á punktinn. VAR dró vítið ekki til baka og Harry Kane skoraði.
Stones er sammála dómnum og nennti lítið að ræða hann meira í samtali við TMW.
„Þetta var víti. Ég er búinn að sjá þetta aftur og dómarinn tók rétta ákvörðun og VAR einnig,“ sagði Stones.
„Ég vil ekki að tala um hvort að þetta hafi verið umdeilt eða ekki, því í mínum augum var þetta rétt ákvörðun.“
England spilar úrslitaleikinn við Ítalíu á sunnudaginn kemur en flautað verður til leiks á Wembley klukkan 19.00.
"He really deserves it."
— Standard Sport (@standardsport) July 9, 2021
Stones backs Sterling for #Euro2020 player of the tournament and insists #ENG team-mate was fouled for crucial semi-final penalty.
✍️ @Dan_KPhttps://t.co/ufwxq1iN8e

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.