Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 19:08 Umgangur var töluverður í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stöð 2 Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan: Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan:
Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02
Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16