Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 12:08 Þessi mynd var tekin á Austurvelli um árið þegar slæmum aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda hér á landi var mótmælt. Vísir/Vilhelm Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59