Fótbolti

Sjáðu markið: Kolbeinn skoraði í fyrsta sigrinum síðan í apríl

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skoraði í langþráðum sigri Gautaborgar.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði í langþráðum sigri Gautaborgar. fotbollskanalen.se

Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum í 3-2 sigri Gautaborgar á Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gautaborg hafði aðeins unnið einn leik fram að leik dagsins.

Gautaborg hefur verið í botnbaráttu það sem af er tímabili en liðið var með níu stig í 12. sæti deildarinnar fyrir leik dagsins, aðeins stigi frá fallsæti.

Eini deildarsigur liðsins hafði komið þann 19. apríl, en síðan hafði liðið spilað sjö leiki án sigurs í deildinni. Liðinu tókst hins vegar að binda enda á þá sigurlausu hrinu í dag. Kolbeinn Sigþórsson kom liðinu á bragðið eftir aðeins tólf mínútna leik þegar hann fylgdi eftir skoti Tobiasar Sana og skaut boltanum laglega með vinstri fæti upp í hornið fjær.

Sebastian Eriksson tvöfaldaði svo forystu Gautaborgar skömmu fyrir leikhlé. 2-0 stóð í hléi en Francis Jno-Baptiste minnkaði muninn fyrir heimamenn í Österstunds á 57. mínútu. Skömmu áður hafði Kolbeini verið skipt af velli fyrir Robin Söder, en sá fór langt með að tryggja sigurinn er hann kom Gautaborg 3-1 yfir tólf mínútum fyrir leikslok. Simon Kroon setti spennu í leikinn með öðru marki Östersunds á 88. mínútu en Gautaborgarar kláruðu leikinn og unnu 3-2 útisigur.

Aðeins stig aðskildi liðin fyrir leik dagsins en Gautaborg stekkur upp í 9. sæti deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með tólf stig. Östersunds er hins vegar í umspilssæti um fall, því fjórtánda í deildinni, aðeins fyrir ofan fallsæti á markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×