Mark Shaw kom eftir aðeins eina mínútu og 57 sekúndur. England fór þá upp hægri kantinn þar sem Kieran Trippier fékk mikinn tíma á boltann, gaf hann fyrir á fjærstöngina þar sem Shaw var einn og óvaldaður og afgreiddi boltann viðstöðulaust í stöng og inn í nærhornið.
Shaw skoraði þar með sitt fyrsta landsliðsmark fyrir England. Aldrei hefur verið skorað eins snemma í úrslitaleik á EM.
Luke Shaw's goal against #ITA is the fastest goal scored in European Championship final history and his first-ever in an England shirt.
— Squawka Football (@Squawka) July 11, 2021
The DREAM start. pic.twitter.com/vWQWuVoREs
Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleiknum eftir mark Shaw og var skot hans í markinu eina marktilraun þeirra ensku í fyrri hálfleiknum.
Þeir ensku hafa legið aftarlega og gefið fá færi á sér á meðan þeir ítölsku hafa einnig varist vel, ofar á vellinum, sem hefur gefið enska liðinu fá tækifæri til að sækja að marki þeirra.