Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2021 16:49 Afganskir sérsveitarmenn eru betur búnir og þjálfaðir en almennir hermenn. Mórall meðal almennra hermanna stjórnarhersins er sgaður vera slæmur um þessar mundir. EPA/Jalil Rezayee Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Sérsveitarmennirnir voru meðal þeirra sem reyndu að verja bæinn gegn sókn Talibana. Þeir enduðu þó umkringdir og kláruðu þeir skotfæri sín. Í kjölfar þess gáfust þeir upp, samkvæmt frétt CNN. Blaðamenn miðilsins hafa skoðað myndbönd af fjöldamorðinu og rætt við sjónarvotta. Í einu myndbandi sem hefur verið í dreifingu er almennur borgari að kalla eftir því að Talibanar skjóti hermennina ekki. „Ekki skjóta þá, ekki skjóta þá. Ég bið ykkur að skjóta þá ekki,“ sagði maðurinn. Skömmu seinna gagnrýndi hann þá fyrir að myrða aðra Afgana. Myndbandið hér að neðan getur vakið óhug lesenda. CNN reports 22 #Afghan commandos, who were killed by the #Taliban in #Faryab last month, were executed after they surrendered. Disturbing video shows they all walked out out, their hands raised high, then gunfires&chants of Allah Akbar, were heard, seconds later all were dead. pic.twitter.com/VigUVfQX6L— Sharif Hassan (@MSharif1990) July 13, 2021 Eins og fram kemur í frétt CNN er fjöldamorðið alls ekki í takt við áróður Talibana um að þeir séu tilbúnir til að leyfa hermönnum að gefast upp. Þeir hafa jafnvel birt myndbönd af sér greiða hermönnum fyrir að leggja frá sér vopn. Talsmaður Talibana sagði myndböndin af fjöldamorðin fölsuð og áróður ríkisstjórnar Afganistans svo hermenn gæfust ekki upp. Hann staðhæfði við CNN að 24 sérsveitarmenn sem hefðu verið handsamaðir í Faryab-héraði, þar sem Dawlat Abad er, væru enn í haldi en færði þó engar sannanir fyrir því. Varnarmálaráðuneyti Afganistans segir enga sérsveitarmenn í haldi. Þeir hefðu allir verið myrtir. Nokkur vitni sem blaðamenn CNN ræddu við sögðu sérsveitarmennina hafa verið myrta. Þeir hafi verið fluttir út á götu og skotnir. Einn maður sagði hermennina hafa barist við Talibana í um tvo tíma. Þeir hafi svo orðið skotfæralausir og að aðstoð og loftárásir sem þeir hefðu kallað eftir hefði ekki borist. Sjónarvottur sagði CNN að margir vígamannanna sem hefðu skotið hermennina hefðu ekki verið frá Afganistan. Heimamenn hefðu ekki skilið þá þegar þeir töluðu sín á milli. Talibanar hafa lagt undir sig fjölmörg héruð Afganistans á undanförnum mánuðum, samhliða brottför bandarískra hermanna frá landinu, og hefur stjórnarherinn lítið getað staðið í hárinu á þeim. Sérsveitarmenn eins og þeir sem voru skotnir í Dawlat Abad, eru betur þjálfaðir og búnir en almennir hermenn. Embættismenn á svæðinu hafa gagnrýnt harðlega að þeir hafi verið sendir til þorpsins án nokkur liðsauka eða stuðnings. Faðir eins hermannanna segir að þeir hafi kallað eftir árásum úr lofti en það hafi aldrei gerst. Hér í frétt CNN má sjá rætt við faðirinn sem heitir Hazir Azimi og er fyrrverandi herforingi í stjórnarhers Afganistans. "'Surrender, commandos surrender,' a Taliban fighter yells. Seconds later, a group of soldiers from the Afghan elite Special Forces Unit walk out, hands raised and ready to concede. Before they have a chance to speak, they are shot execution style." @amcoren @CNN pic.twitter.com/EGb8MxHGlK— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) July 12, 2021 Afganistan Tengdar fréttir Vörðust stórri sókn Talibana Stjórnarher Afganistans varðist áhlaupi vígamanna Talibana á Taluqan, höfuðborg héraðsins Takhar, sem liggur að landamærum Afganistans og Tadsíkistan. Talibanar hafa lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan að undanförnu en stjórnarherinn segir þá hafa orðið fyrir miklu mannfalli í þessari árás. 11. júlí 2021 20:04 Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. 27. maí 2021 09:59 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. 17. apríl 2021 23:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Sérsveitarmennirnir voru meðal þeirra sem reyndu að verja bæinn gegn sókn Talibana. Þeir enduðu þó umkringdir og kláruðu þeir skotfæri sín. Í kjölfar þess gáfust þeir upp, samkvæmt frétt CNN. Blaðamenn miðilsins hafa skoðað myndbönd af fjöldamorðinu og rætt við sjónarvotta. Í einu myndbandi sem hefur verið í dreifingu er almennur borgari að kalla eftir því að Talibanar skjóti hermennina ekki. „Ekki skjóta þá, ekki skjóta þá. Ég bið ykkur að skjóta þá ekki,“ sagði maðurinn. Skömmu seinna gagnrýndi hann þá fyrir að myrða aðra Afgana. Myndbandið hér að neðan getur vakið óhug lesenda. CNN reports 22 #Afghan commandos, who were killed by the #Taliban in #Faryab last month, were executed after they surrendered. Disturbing video shows they all walked out out, their hands raised high, then gunfires&chants of Allah Akbar, were heard, seconds later all were dead. pic.twitter.com/VigUVfQX6L— Sharif Hassan (@MSharif1990) July 13, 2021 Eins og fram kemur í frétt CNN er fjöldamorðið alls ekki í takt við áróður Talibana um að þeir séu tilbúnir til að leyfa hermönnum að gefast upp. Þeir hafa jafnvel birt myndbönd af sér greiða hermönnum fyrir að leggja frá sér vopn. Talsmaður Talibana sagði myndböndin af fjöldamorðin fölsuð og áróður ríkisstjórnar Afganistans svo hermenn gæfust ekki upp. Hann staðhæfði við CNN að 24 sérsveitarmenn sem hefðu verið handsamaðir í Faryab-héraði, þar sem Dawlat Abad er, væru enn í haldi en færði þó engar sannanir fyrir því. Varnarmálaráðuneyti Afganistans segir enga sérsveitarmenn í haldi. Þeir hefðu allir verið myrtir. Nokkur vitni sem blaðamenn CNN ræddu við sögðu sérsveitarmennina hafa verið myrta. Þeir hafi verið fluttir út á götu og skotnir. Einn maður sagði hermennina hafa barist við Talibana í um tvo tíma. Þeir hafi svo orðið skotfæralausir og að aðstoð og loftárásir sem þeir hefðu kallað eftir hefði ekki borist. Sjónarvottur sagði CNN að margir vígamannanna sem hefðu skotið hermennina hefðu ekki verið frá Afganistan. Heimamenn hefðu ekki skilið þá þegar þeir töluðu sín á milli. Talibanar hafa lagt undir sig fjölmörg héruð Afganistans á undanförnum mánuðum, samhliða brottför bandarískra hermanna frá landinu, og hefur stjórnarherinn lítið getað staðið í hárinu á þeim. Sérsveitarmenn eins og þeir sem voru skotnir í Dawlat Abad, eru betur þjálfaðir og búnir en almennir hermenn. Embættismenn á svæðinu hafa gagnrýnt harðlega að þeir hafi verið sendir til þorpsins án nokkur liðsauka eða stuðnings. Faðir eins hermannanna segir að þeir hafi kallað eftir árásum úr lofti en það hafi aldrei gerst. Hér í frétt CNN má sjá rætt við faðirinn sem heitir Hazir Azimi og er fyrrverandi herforingi í stjórnarhers Afganistans. "'Surrender, commandos surrender,' a Taliban fighter yells. Seconds later, a group of soldiers from the Afghan elite Special Forces Unit walk out, hands raised and ready to concede. Before they have a chance to speak, they are shot execution style." @amcoren @CNN pic.twitter.com/EGb8MxHGlK— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) July 12, 2021
Afganistan Tengdar fréttir Vörðust stórri sókn Talibana Stjórnarher Afganistans varðist áhlaupi vígamanna Talibana á Taluqan, höfuðborg héraðsins Takhar, sem liggur að landamærum Afganistans og Tadsíkistan. Talibanar hafa lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan að undanförnu en stjórnarherinn segir þá hafa orðið fyrir miklu mannfalli í þessari árás. 11. júlí 2021 20:04 Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43 Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. 27. maí 2021 09:59 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. 17. apríl 2021 23:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Vörðust stórri sókn Talibana Stjórnarher Afganistans varðist áhlaupi vígamanna Talibana á Taluqan, höfuðborg héraðsins Takhar, sem liggur að landamærum Afganistans og Tadsíkistan. Talibanar hafa lagt undir sig mikið landsvæði í Afganistan að undanförnu en stjórnarherinn segir þá hafa orðið fyrir miklu mannfalli í þessari árás. 11. júlí 2021 20:04
Allt herlið horfið frá Afganistan fyrir lok sumars Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði því í gærkvöldi að hann muni ekki senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríðreksturinn í Afganistan sem nú hefur staðið í tvo áratugi. 9. júlí 2021 07:43
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05
Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. 27. maí 2021 09:59
Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01
Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. 17. apríl 2021 23:01