Þetta er fyrsta langferð flugmóðurskipsins, sem fer um heim allan á sjö mánaða siglingu ásamt fylkingu smærri herskipa sem fylgja því.
Áhafnarmeðlimir hluta þeirra hafa einnig greinst með veiruna en í frétt BBC kemur hvergi fram hve margar áhafnir hafi séu með smitaða áhafnarmeðlimi.
Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu
Rúmir fimm mánuðir eru eftir af för skipaflotans og mun hann halda óbreyttri áætlun sinni þrátt fyrir hópsmitið. Herskipin eru nú á Indlandshafi og er á leið til Japan.
Gripið hefur verið til ráðstafana innan skipsins og eru þeir smituðu nú í einangrun en hinir áhafnarmeðlimirnir hafa tekið upp grímunotkun og halda vissri fjarlægð hver frá öðrum.
Flugmóðurskipinu fylgja sex herskip og kafbátur auk þess sem á flugmóðurskipinu sjálfu eru samtals átján herþotur og fjórtán herþyrlur.