Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 10:03 Giorgio Chiellini notaði öll trixin í bókinni til að stöðva Bukayo Saka í úrslitaleik EM. getty/Nick Potts Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira