Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 15:18 Sjáskot úr umræddu myndbandi. skjáskot Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn. Ferðaþjónusta Umhverfismál Neytendur Utanvegaakstur Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn.
Ferðaþjónusta Umhverfismál Neytendur Utanvegaakstur Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira