Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 17:01 Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka átti drjúgan þátt í að koma Englandi í úrslitaleik EM en spyrna hans í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins var varin af Gianluigi Donnarumma. EPA-EFE/Carl Recine „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira
Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira
Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30
„Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30