Leggur til að aðgerðir verði hertar á landamærum á ný Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. júlí 2021 11:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til breytingar á sóttvarnaaðgerðum á landamærum í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga. Hann vinnur nú að minnisblaði til ráðherra en vill ekki gefa upp hverjar tillögur hans verða. „Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Ég er í samskiptum við ráðherra. Síðan þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að fjalla um þær tillögur og taka síðan endanlega ákvörðun um hverju verði hrint í framkvæmd og hverju ekki,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sautján hafa greinst með Covid-19 innanlands síðustu tvo daga og voru níu utan sóttkvíar. Allir hinna smituðu voru fullbólusettir fyrir Covid-19. Fram hefur komið að flest tilfelli megi nú rekja til smita á landamærum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Flest smitin eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Hvað ætlar þú að leggja til? „Ég held að það sé ekki réttlátt gagnvart ráðherranum að það sé verið að fjalla um það opinberlega áður en viðeigandi aðilar fjalli um þær tillögur.“ Þórólfur sagði í gær að það komi til greina að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu þeirra til landsins. Ungt fólk að greinast „Eins og ég hef talað um undanfarna daga þá held ég að það sé forgangsverkefni að reyna að stoppa flutning veirunnar inn í landið. Ég held að það sé ekki endilega kominn tími til að grípa til takmarkana innanlands, við þurfum bara að halda áfram að sjá hvort veikindi verði alvarleg eða smit berist i viðkvæma hópa.“ Fólk sé ekki að veikjast alvarlega núna en þess beri að merkja að ungt fólk hafi verðið að greinast sem veikist alla jafna ekki alvarlega af Covid-19. Hvað með landamærin, leggur þú eitthvað til þar? „Ég er bara með tillögur í smíðum fyrir ráðherra.“ Þannig þú ætlar að leggja til aðgerðir? „Já ég mun gera það,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30 Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31 Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær Sjö greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fjórir utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 16. júlí 2021 10:30
Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. 15. júlí 2021 19:31
Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. 15. júlí 2021 11:30