Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 11:27 Lögregluyfirvöld í Kólumbíu segja fyrrverandi starfsmann haítíska dómsmálaráðuneytisins hafa fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta landsins. EPA/Orlando Barria Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið. Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið.
Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26