Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 11:27 Lögregluyfirvöld í Kólumbíu segja fyrrverandi starfsmann haítíska dómsmálaráðuneytisins hafa fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta landsins. EPA/Orlando Barria Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið. Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Haítí rannsaka morðið í samstarfi við lögregluna í Kólumbíu og Interpol. Þau segja frumrannsókn málsins benda til þess að Joseph Felix Badio, fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, hafi fyrirskipað morðið þremur dögum áður en Moise var myrtur. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þetta sagði Jorge Vargas, yfirlögregluþjónn í Kólumbíu í hljóðskilaboðum sem hann sendi á fjölmiðla. Fjölmiðlum vestanhafs hefur ekki tekist að ná sambandi við Badio og ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Að sögn Vargas kom í ljós við rannsókn málsins að Badio hafði skipað kólumbísku hermönnunum fyrrverandi, þeim Duberney Capador og German Rivera, að ráða Moise af dögum. „Nokkum dögum áður, þremur teljum við, sagði Joseph Felix Badio, sem er fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins og vann gegn spillingu í ráðuneytinu, þeim Capador og Rivera að þeir þyrftu að ráða forsetann á Haítí af dögum,“ sagði Vargas. Vargas útskýrði þetta ekkert frekar og greindi ekki frá því hvaðan þessar upplýsingar fengust. Capador var banað af haítísku lögreglunni og Rivera handtekinn stuttu eftir að Moise var myrtur. Síðasta sunnudag var hinn 63 ára gamli Christian Emmanuel Sanon, sem víðast hvar var kallaður læknir frá Flórída, handtekinn af haítískum yfirvöldum en hann er sakaður um að hafa skipulagt morðið.
Haítí Tengdar fréttir Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19 Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Segjast hafa ætlað að handtaka forsetann Glæpagengi á Haítí og ofbeldi vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði hefur valdið miklum usla undanfarið. Þúsundir hafa þurft af flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn fara ránshendi um heimili og fyrirtæki. 11. júlí 2021 18:19
Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11. júlí 2021 12:26