Sport

Horfinn í aðdraganda Ólympíuleika

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Julius Ssekitoleko
Julius Ssekitoleko vísir/Getty

Ólympíuleikarnir í Tókýó, Japan, hefjast í næstu viku en í gær hvarf einn af þeim lyftingamönnum sem hugðist keppa í ólympískum lyftingum á leikunum, allt að því sporlaust.

Keppendur eru skimaðir daglega fyrir kórónuveirunni en í gær skilaði hinn tvítugi Julius Ssekitoleko sér ekki í skimun og er ekki vitað um afdrif hans síðan.

Ssekitoleko er frá Úganda og eru ýmsar kenningar á lofti varðandi brotthvarf hans en á hótelherbergi hans fannst bréf þar sem kom fram að hann myndi ekki vilja snúa aftur til heimalands síns.

Ssekitoleko hefur ekki tryggt sér þátttökurétt á leikunum en var í æfingabúðum Úganda í borginni Osaka í Japan og átti bókað flug til heimalands síns næstkomandi þriðjudag.

Málið hefur vakið óhug en samkvæmt fjölmiðlum þar í landi er fullyrt að Ssekitoleko hafi keypt sér lestarmiða til Nagoya borgar í Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×