Sjálfsfróunarummæli falla ekki í kramið í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2021 07:44 Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu. EPA/YONHAP Erfiðlega gengur að halda fyrsta fund núverandi leiðtoga Japans og Suður-Kóreu. Til stóð að Moon Jae In, forseti Suður-Kóreu, ferðaðist til Japans í vikunni en sú ferð er í óvissu vegna ummæla japansks erindreka. Hirohisa Soma, sem er hátt settur erindreki í sendiráði Japans í Suður-Kóreu, sagði í viðtali að viðleitni Moons til að bæta samskipti Japans og Suður-Kóreu væri hægt að líkja við „sjálfsfróun“. Hann sagði að yfirvöld í Japan hefðu ekki tíma til að sýna samskiptum ríkjanna þann áhuga sem ráðamenn í Suður-Kóreu vildu. Samkvæmt Yonhap-fréttaveitunni í Suður-Kóreu, stóð til að Moon færi til Japans á föstudaginn að fylgjast með Ólympíuleikunum og hitta Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans í fyrsta sinn. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.EPA/NICOLAS DATICHE Nú er óljóst hvort Moon muni fara og segja embættismenn í Suður-Kóreu að viðræður um ferðina eiga sér stað. Yonhap segir kannanir sýna að almenningur í Suður-Kóreu er andvígur því að Moon fari til Japans. Samband ríkjanna hefur ekki verið gott undanfarið og má að miklu leyti rekja það til deilna um bótagreiðslur vegna ódæða í hernámi Japans á Suður-Kóreu frá 1910 til 1945. Þær deilur eru meðal þess sem Moon og Suga ætluðu að ræða sín á milli á föstudaginn. Reuters segir að ráðamenn í Japan ætli að flytja Soma, þann sem líkti viðleitni Moon við sjálfsfróun, í starfi. Hann mun einnig hafa verið ávíttur fyrir ummælin. Uppfært 8:18 - Moon hefur hætt við ferðina. Suður-Kórea Japan Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira
Hirohisa Soma, sem er hátt settur erindreki í sendiráði Japans í Suður-Kóreu, sagði í viðtali að viðleitni Moons til að bæta samskipti Japans og Suður-Kóreu væri hægt að líkja við „sjálfsfróun“. Hann sagði að yfirvöld í Japan hefðu ekki tíma til að sýna samskiptum ríkjanna þann áhuga sem ráðamenn í Suður-Kóreu vildu. Samkvæmt Yonhap-fréttaveitunni í Suður-Kóreu, stóð til að Moon færi til Japans á föstudaginn að fylgjast með Ólympíuleikunum og hitta Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans í fyrsta sinn. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans.EPA/NICOLAS DATICHE Nú er óljóst hvort Moon muni fara og segja embættismenn í Suður-Kóreu að viðræður um ferðina eiga sér stað. Yonhap segir kannanir sýna að almenningur í Suður-Kóreu er andvígur því að Moon fari til Japans. Samband ríkjanna hefur ekki verið gott undanfarið og má að miklu leyti rekja það til deilna um bótagreiðslur vegna ódæða í hernámi Japans á Suður-Kóreu frá 1910 til 1945. Þær deilur eru meðal þess sem Moon og Suga ætluðu að ræða sín á milli á föstudaginn. Reuters segir að ráðamenn í Japan ætli að flytja Soma, þann sem líkti viðleitni Moon við sjálfsfróun, í starfi. Hann mun einnig hafa verið ávíttur fyrir ummælin. Uppfært 8:18 - Moon hefur hætt við ferðina.
Suður-Kórea Japan Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Sjá meira