Lið Beckhams bæði það dýrasta og slakasta vestanhafs Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 23:16 Staðan er strembin hjá félögunum Phil Neville og David Beckham vestanhafs. Michael Reaves/Getty Images Ævintýri fyrrum knattspyrnuhetjunnar David Beckham með lið sitt Inter frá Miami í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur ekki gengið að óskum enn sem komið er. Liðinu er stýrt af félaga Beckhams, Phil Neville, fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United, og gengið verið vægast sagt brösugt þrátt fyrir rándýran leikmannahóp liðsins. Beckham fór fyrir hópi fjárfesta sem tók yfir liðið árið 2014 og fékk leyfi til þátttöku í MLS-deildinni frá og með tímabilinu 2020, í fyrra. Úrúgvæinn Diego Alonso var fyrsti þjálfari félagsins en var rekinn eftir fyrsta árið, í janúar á þessu ári, þar sem hann hafði unnið aðeins sjö leiki af 24 við stjórnvölin. Inn í hans stað kom Phil Neville, fyrrum liðsfélagi Beckhams hjá Manchester United, sem hefur gengið litlu betur. Inter Miami er með fæst stig í deildinni það sem af er yfirstandandi leiktíð, átta stig eftir ellefu leiki, og aðeins skorað níu mörk. Neville hefur aðeins unnið tvo leiki af ellefu við stjórnvölin. Despite having MLS s highest payroll*, Inter Miami now has the lowest points (8) and goals scored (9) in the entire league. (* per the most recent MLSPA release) pic.twitter.com/bS1kw3CxYI— Grant Wahl (@GrantWahl) July 19, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated greinir frá því á Twitter að liðið sé það dýrasta í deildinni ef marka má tölur frá MLS. Á mála hjá Inter-liðinu eru meðal annars Frakkinn Blaise Matuidi, mexíkóski landsliðsmaðurinn Rodolfo Pizarro, Bretinn Ryan Shawcross og bræðurnir Federico og Gonzalo Higuaín. Í maí á þessu ári var félagið sektað vegna brota á félagsskiptareglum deildarinnar þar sem það var fundið sekt um að hafa farið á svig við reglur um launaþak er við kom skiptum Matuidi og Kólumbíumannsins Andrésar Reyes til liðsins. Liðið var sektað um tvær milljónir bandaríkjadala og verður með lægra launaþak tímabilin 2022 og 2023 vegna málsins. Útlitið er því ekki bjart fyrir framhaldið hjá drengjunum hans Beckham í Miami. MLS Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Beckham fór fyrir hópi fjárfesta sem tók yfir liðið árið 2014 og fékk leyfi til þátttöku í MLS-deildinni frá og með tímabilinu 2020, í fyrra. Úrúgvæinn Diego Alonso var fyrsti þjálfari félagsins en var rekinn eftir fyrsta árið, í janúar á þessu ári, þar sem hann hafði unnið aðeins sjö leiki af 24 við stjórnvölin. Inn í hans stað kom Phil Neville, fyrrum liðsfélagi Beckhams hjá Manchester United, sem hefur gengið litlu betur. Inter Miami er með fæst stig í deildinni það sem af er yfirstandandi leiktíð, átta stig eftir ellefu leiki, og aðeins skorað níu mörk. Neville hefur aðeins unnið tvo leiki af ellefu við stjórnvölin. Despite having MLS s highest payroll*, Inter Miami now has the lowest points (8) and goals scored (9) in the entire league. (* per the most recent MLSPA release) pic.twitter.com/bS1kw3CxYI— Grant Wahl (@GrantWahl) July 19, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Grant Wahl hjá Sports Illustrated greinir frá því á Twitter að liðið sé það dýrasta í deildinni ef marka má tölur frá MLS. Á mála hjá Inter-liðinu eru meðal annars Frakkinn Blaise Matuidi, mexíkóski landsliðsmaðurinn Rodolfo Pizarro, Bretinn Ryan Shawcross og bræðurnir Federico og Gonzalo Higuaín. Í maí á þessu ári var félagið sektað vegna brota á félagsskiptareglum deildarinnar þar sem það var fundið sekt um að hafa farið á svig við reglur um launaþak er við kom skiptum Matuidi og Kólumbíumannsins Andrésar Reyes til liðsins. Liðið var sektað um tvær milljónir bandaríkjadala og verður með lægra launaþak tímabilin 2022 og 2023 vegna málsins. Útlitið er því ekki bjart fyrir framhaldið hjá drengjunum hans Beckham í Miami.
MLS Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira