„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júlí 2021 19:23 Bandarískir ferðamenn streyma til landsins. Mynd/Skjáskot Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. Næstkomandi mánudag taka hertar tillögur gildi á landamærunum þar sem að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Sýna þarf fram á niðurstöðu úr PCR-próf eða hraðprófi. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli vinna nú á því að koma upplýsingum um reglurnar til þeirra sem ætla sér að koma hingað til lands á næstunni, svo koma megi í veg fyrir öngþveiti á mánudaginn þegar reglurnar taka gildi, líkt og Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli orðaði það í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að upplifa drauminn Fjöldi farþega koma hingað til lands í dag og Kristín Ólafsdóttir fréttamaður tók nokkra þeirra tali fyrir utan Keflavíkurflugvöll og spurði þá hvort að hinar nýju reglur sem taka gildi á mánudag hefðu haft letjandi áhrif á þá ákvörðun að ferðast til Íslands. „Líklega ekki,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Kyle Menter. „Satt að segja finnst mér að löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það þótt ég sé bólusettur.“ „Ef hraðpróf dugar og ekki er þörf á að fara í PCR-próf myndum við líklega samt gera það,“ sagði ferðafélagi hans Michelle Li. Samlandi þeirra Chris Casey sem einnig var að koma hingað til lands frá Bandaríkjunum tók í sama streng. „Líklega ekki. Ég hef þegar gengist undir þrjú próf og þau hafa öll verið neikvæð. Ég hef verið bólusettur. Þetta hefði ekki haft áhrif á ákvörðun mína. Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland í mörg ár. Ég upplifi nú draum minn,“ sagði Casey. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Næstkomandi mánudag taka hertar tillögur gildi á landamærunum þar sem að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á neikvætt próf við Covid-19, einnig þeir sem eru fullbólusettir. Sýna þarf fram á niðurstöðu úr PCR-próf eða hraðprófi. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli vinna nú á því að koma upplýsingum um reglurnar til þeirra sem ætla sér að koma hingað til lands á næstunni, svo koma megi í veg fyrir öngþveiti á mánudaginn þegar reglurnar taka gildi, líkt og Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli orðaði það í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að upplifa drauminn Fjöldi farþega koma hingað til lands í dag og Kristín Ólafsdóttir fréttamaður tók nokkra þeirra tali fyrir utan Keflavíkurflugvöll og spurði þá hvort að hinar nýju reglur sem taka gildi á mánudag hefðu haft letjandi áhrif á þá ákvörðun að ferðast til Íslands. „Líklega ekki,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Kyle Menter. „Satt að segja finnst mér að löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það þótt ég sé bólusettur.“ „Ef hraðpróf dugar og ekki er þörf á að fara í PCR-próf myndum við líklega samt gera það,“ sagði ferðafélagi hans Michelle Li. Samlandi þeirra Chris Casey sem einnig var að koma hingað til lands frá Bandaríkjunum tók í sama streng. „Líklega ekki. Ég hef þegar gengist undir þrjú próf og þau hafa öll verið neikvæð. Ég hef verið bólusettur. Þetta hefði ekki haft áhrif á ákvörðun mína. Mig hefur dreymt um að heimsækja Ísland í mörg ár. Ég upplifi nú draum minn,“ sagði Casey.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira