Talið að Osaka verði síðust til að bera Ólympíukyndilinn í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 08:00 Naomi Osaka er klár í sína fyrstu Ólympíuleika. Clive Brunskill/Getty Images Talið er að tennisstjarnan Naomi Osaka muni bera Ólympíukyndilinn síðustu metrana og kveikja í Ólympíueldinum sem mun brenna á meðan leikarnir standa yfir í Tókýó. Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira