Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 09:35 Leikmenn knattspyrnuliðins Everton eru sagðir mjög ósáttir með þa að Gylfi Þór Sigurðsson, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hafi ekki verið nefndur á nafn. Getty/Michael Regan Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn. Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun. Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun.
Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52