Foreldrar í uppnámi eftir að ógnandi hópur kastaði eggjum í þátttakendur ReyCup Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 11:18 Hópurinn hefur setið um Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla Reykjavíkurborg Mikil ókyrrð ríkir meðal keppenda og foreldra á fótboltamótinu ReyCup eftir að hópur ungmenna kastaði eggjum í keppendur á aldrinum 13 til 16 ára. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Framkvæmdastjóri mótsins segir að um skipulagðan verknað sé að ræða. Hópurinn hafi setið um gististaði keppenda í Laugarnesskóla og Laugarlækjaskóla frá klukkan tíu til miðnættis síðustu tvo daga og látið til skarar skríða. Að sögn vitna voru aðilarnir ógnandi og á aldrinum 18 til 20 ára. Hafa ferðatöskur, föt og dýnur meðal annars orðið fyrir barðinu á eggjakastinu. „Það versta er að börnin hafa einnig orðið fyrir þessari eggjaskothríð,“ segir Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vonum auðvitað að þetta hætti og að þeir sem hafi orðið fyrir þessu fái að njóta restarinnar af mótinu.“ Gunnhildur segir að stjórn mótsins hafi átt í góðum samskiptum við lögreglu sem hafi undir höndum upptökur úr öryggismyndavélum á skólalóðunum. Stjórnin hvetur fólk til að hafa augun opin næstu daga og láta lögreglu vita ef það verður vart við hópinn. Keppandi greindist smitaður í gær Keppandi í 4. flokki á mótinu greindist með kórónuveiruna seint í gær og eru tvö lið á mótinu komin í sóttkví. Ekki er gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins. Gunnhildur segir vel gætt að sóttvörnum á mótinu og tekið mið af leiðbeiningum almannavarna. Eru takmarkanir nú með svipuðu fyrirkomulagi og þegar mótið var síðast haldið í fyrra. Sem hluti af því er meðal annars búið að takmarka aðgengi að öllu húsnæði, banna umferð annarra en keppenda og liðsstjóra á gististöðum og hvetja fólk til að dreifa sér vel um keppnissvæðið. Knattspyrnumótið stendur fram á sunnudag og segir Gunnhildur að skipuleggjendur fylgist nú vel með fyrirhuguðum sóttvarnaaðgerðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi klukkan 16 í dag.
Íþróttir barna Lögreglumál ReyCup Tengdar fréttir Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06