Öruggir sigrar ÍBV og Þórs Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 20:01 Eyjamenn unnu góðan 4-1 sigur eftir að hafa lent undir. Tveir leikir voru á dagskrá í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. ÍBV og Þór unnu þar bæði örugga heimasigra. ÍBV tók á móti Grindavík í Vestmannaeyjum en aðeins þrjú stig skildu liðin að fyrir leik. ÍBV var í öðru sæti með 23 stig en Grindavík tveimur sætum neðar með 20 stig. Því var um að ræða mikilvægan leik í toppbaráttunni. Englendingurinn Dion Acoff skoraði fyrir Grindavík á 37. mínútu og gaf gestunum með því 1-0 forystu í leikhléi. Eyjamenn virðast hins vegar hafa tekið sig saman í andlitinu í hléi þar sem þeir skoruðu fjögur mörk gegn engu í síðari hálfleiknum. Sito, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu eitt mark hver og tryggðu Eyjamönnum þannig 4-1 sigur. ÍBV er því með 26 stig í öðru sætinu, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik inni. Grindavík er sem fyrr eð 20 stig en fer niður fyrir Fjölni í fimmta sæti vegna lakari markatölu eftir tap kvöldsins. Vinni Vestri sinn leik í umferðinni fara þeir upp fyrir Grindavík, þar sem þeir eru með 19 stig í sjöunda sæti. Á Akureyri tók Þór á móti Gróttu. Aðeins eitt stig skildi liðin að í töflunni, Grótta var með 17 stig í sjöunda sæti en Þór með stigi minna, sæti neðar. Þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Þórsarar komist 4-0 yfir eftir tvö mörk Ásgeirs Marinó Baldvinssonar sitt hvort markið frá Jóhanni Helga Hannessyni og Fannari Daða Malmquist Gíslasyni. Grótta svaraði með tveimur mörkum frá Kjartani Kára Halldórssyni og Pétri Theódóri Árnasyni en gátu ekki komið í veg fyrir 4-2 tap. Þór fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar, upp fyrir Gróttu og Vestra, en líkt og fram kemur að ofan á Vestri leik inni. ÍBV Þór Akureyri Lengjudeildin Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
ÍBV tók á móti Grindavík í Vestmannaeyjum en aðeins þrjú stig skildu liðin að fyrir leik. ÍBV var í öðru sæti með 23 stig en Grindavík tveimur sætum neðar með 20 stig. Því var um að ræða mikilvægan leik í toppbaráttunni. Englendingurinn Dion Acoff skoraði fyrir Grindavík á 37. mínútu og gaf gestunum með því 1-0 forystu í leikhléi. Eyjamenn virðast hins vegar hafa tekið sig saman í andlitinu í hléi þar sem þeir skoruðu fjögur mörk gegn engu í síðari hálfleiknum. Sito, Guðjón Pétur Lýðsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Tómas Bent Magnússon skoruðu eitt mark hver og tryggðu Eyjamönnum þannig 4-1 sigur. ÍBV er því með 26 stig í öðru sætinu, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik inni. Grindavík er sem fyrr eð 20 stig en fer niður fyrir Fjölni í fimmta sæti vegna lakari markatölu eftir tap kvöldsins. Vinni Vestri sinn leik í umferðinni fara þeir upp fyrir Grindavík, þar sem þeir eru með 19 stig í sjöunda sæti. Á Akureyri tók Þór á móti Gróttu. Aðeins eitt stig skildi liðin að í töflunni, Grótta var með 17 stig í sjöunda sæti en Þór með stigi minna, sæti neðar. Þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Þórsarar komist 4-0 yfir eftir tvö mörk Ásgeirs Marinó Baldvinssonar sitt hvort markið frá Jóhanni Helga Hannessyni og Fannari Daða Malmquist Gíslasyni. Grótta svaraði með tveimur mörkum frá Kjartani Kára Halldórssyni og Pétri Theódóri Árnasyni en gátu ekki komið í veg fyrir 4-2 tap. Þór fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar, upp fyrir Gróttu og Vestra, en líkt og fram kemur að ofan á Vestri leik inni.
ÍBV Þór Akureyri Lengjudeildin Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki