Óvæntur 18 ára meistari, langþráður heimasigur og systur settu heimsmet Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:46 Hafnaoui var áttundi í undanrásum og vann því óvæntan sigur. Jean Catuffe/Getty Images Nóg var um að vera í sundinu á öðrum degi Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. 18 ára Túnisbúi vann gull og áströlsk sveit setti heimsmet. Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum