Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 19:26 Hundblautur eftir sundsprett í Elliðaánum. Stöð 2 Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. „Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
„Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira