Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:34 Svartir sandar eru í kringum Hjörleifshöfða. Mynd/Map.is Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. Fréttablaðið greindi frá því í gær að menn á vegum Top Gear væru á leið til landsins. Mbl.is greindi svo frá því í dag að lögregla hefði verið kölluð til vegna utanvegaksturs við Hjörleifshöfða, þar sem unnið væri að kvikmyndaverkefni á vegum BBC fyrir Top Gear. Kvartmíluklúbburinn boðaði til svokallaðar Top Gear-sandspyrnukeppni við Hjörleifshöfða í dag en Ingólfur Arnarson, formaður klúbbsins, sagðist ekki hafa neinn tíma til að ræða málið við Vísi í dag. Sigurjón Andersen, varaformaður klúbbsins, sagðist í samtali við Vísi ekki hafa miklar upplýsingar um málið, annað en að klúbburinn væri að aðstoða við kvikmyndaverkefni. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að fulltrúi stofnunarinnar hafi verið á vettvangi í dag til að fylgjast með eftir að ábending um málið barst. „Það hefur ekkert leyfi verið veitt fyrir þessu frá Umhverfisstofnun,“ segir Daníel Freyr en bætir við að Umhverfisstofnun hafi fengið þær upplýsingar að þeir sem stæðu að verkefninu hefðu leyfi landeigenda, en Hjörleifshöfði er í einkaeigu. „Það er alveg skýrt í lögum að heimild til aksturs utan vegar er háð leyfi Umhverfisstofnunar, segir Daníel Freyr.“ Engin umsókn hafi hins vegar borist. Með tæki og tól til að laga eftir sig Aðspurður um hvort Umhverfisstofnun ætli sér að grípa inn í segir Daníel Freyr að stofnunin hafi heimild til þess. Hins vegar hafi þeir sem stóðu að verkefninu fullvissað fulltrúa stofnunarinnar um að hreinsað yrði upp eftir aksturinn, enda hafi þeir verið með tæki og tól til þess. Fulltrúar stofnunarinnar munu hins vegar taka út svæðið síðar í vikunni til að taka út fráganginn. Staðan verður metin að því loknu. Top Gear hefur um áraraðir verið gífurlega vinsæll þáttur þar sem fjallað er um bíla. Núverandi þáttastjórnendur Top Gear eru Andrew Flintoff, Paddy McGuinnes og Chris Harris. Mýrdalshreppur Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að menn á vegum Top Gear væru á leið til landsins. Mbl.is greindi svo frá því í dag að lögregla hefði verið kölluð til vegna utanvegaksturs við Hjörleifshöfða, þar sem unnið væri að kvikmyndaverkefni á vegum BBC fyrir Top Gear. Kvartmíluklúbburinn boðaði til svokallaðar Top Gear-sandspyrnukeppni við Hjörleifshöfða í dag en Ingólfur Arnarson, formaður klúbbsins, sagðist ekki hafa neinn tíma til að ræða málið við Vísi í dag. Sigurjón Andersen, varaformaður klúbbsins, sagðist í samtali við Vísi ekki hafa miklar upplýsingar um málið, annað en að klúbburinn væri að aðstoða við kvikmyndaverkefni. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að fulltrúi stofnunarinnar hafi verið á vettvangi í dag til að fylgjast með eftir að ábending um málið barst. „Það hefur ekkert leyfi verið veitt fyrir þessu frá Umhverfisstofnun,“ segir Daníel Freyr en bætir við að Umhverfisstofnun hafi fengið þær upplýsingar að þeir sem stæðu að verkefninu hefðu leyfi landeigenda, en Hjörleifshöfði er í einkaeigu. „Það er alveg skýrt í lögum að heimild til aksturs utan vegar er háð leyfi Umhverfisstofnunar, segir Daníel Freyr.“ Engin umsókn hafi hins vegar borist. Með tæki og tól til að laga eftir sig Aðspurður um hvort Umhverfisstofnun ætli sér að grípa inn í segir Daníel Freyr að stofnunin hafi heimild til þess. Hins vegar hafi þeir sem stóðu að verkefninu fullvissað fulltrúa stofnunarinnar um að hreinsað yrði upp eftir aksturinn, enda hafi þeir verið með tæki og tól til þess. Fulltrúar stofnunarinnar munu hins vegar taka út svæðið síðar í vikunni til að taka út fráganginn. Staðan verður metin að því loknu. Top Gear hefur um áraraðir verið gífurlega vinsæll þáttur þar sem fjallað er um bíla. Núverandi þáttastjórnendur Top Gear eru Andrew Flintoff, Paddy McGuinnes og Chris Harris.
Mýrdalshreppur Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira