Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir fjölda smitaðra um borð Eiður Þór Árnason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. júlí 2021 18:00 Hópur stúdenta frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19 eftir heimkomu frá Krít. Samsett Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. Yfir 30 stúdentar hafa greinst eftir heimkomuna úr útskriftarferðinni á föstudag. Hópurinn flaug til landsins á vegum Heimsferða og deildi leiguvél með öðrum farþegum ferðaskrifstofunnar og Úrval Útsýns. Heimsferðir upplýstu farþega sína um það á laugardag að þeir þyrftu að fara í sóttkví vegna smitanna. Á svipuðum tíma voru um tuttugu farþegar Úrval Útsýns einungis hvattir til að fara í sýnatöku. Það var loks seint á sunnudagskvöld sem réttum skilaboðum var komið áleiðis til þeirra. Ekki upplýst um hina farþeganna Samkvæmt heimildum fréttastofu var rakningateymið ekki upplýst um það strax í upphafi að farþegar frá Úrval Útsýn hafi verið um borð í umræddri vél. Leiddi þetta misræmi til mikillar óvissu meðal viðskiptavina ferðaskrifstofunnar. Tveir farþegar sem Vísir ræddi við fóru í sjálfskipaða sóttkví eftir að þeir fréttu að sessunautur þeirra hafi greinst með Covid-19. Þeir fengu loks tilkynningu frá Úrval Útsýn á ellefta tímanum á sunnudagskvöld um að þeim bæri að fara í sóttkví. Áttu ekki eftir að fá símtal Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir um að ræða misskilning sem búið sé að leiðrétta en ekki stóð til að rakningateymið myndi hringja í umrædda farþega. Samkvæmt núgildandi verklagi teymisins er það látið duga við slíkar aðstæður að koma boðum um sóttkví áfram í gegnum ferðaskrifstofu eða flugfélag. Hjördís telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að töfin auki hættuna á því að stærsta hópsmit þessarar bylgju nái frekari útbreiðslu. „Við höfum ekki beint áhyggjur af því en auðvitað hefði verði gott ef allir hefðu fengið sömu skilaboð strax.” Umfang smitrakningar að aukast Hjördís segir gríðarlegt vera á rakningateyminu þessa daganna en fjölgun innanlandssmita náði hámarki í gær þegar 123 smit greindust. Hafa aldrei fleiri greinst hérlendis á einum degi frá því að faraldurinn braust út. Almannavarnir vonast til að nýlegar samkomutakmarkanir komi til með að einfalda smitrakningu. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýns, hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ekki hefur náðst í Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóra Heimsferða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Yfir 30 stúdentar hafa greinst eftir heimkomuna úr útskriftarferðinni á föstudag. Hópurinn flaug til landsins á vegum Heimsferða og deildi leiguvél með öðrum farþegum ferðaskrifstofunnar og Úrval Útsýns. Heimsferðir upplýstu farþega sína um það á laugardag að þeir þyrftu að fara í sóttkví vegna smitanna. Á svipuðum tíma voru um tuttugu farþegar Úrval Útsýns einungis hvattir til að fara í sýnatöku. Það var loks seint á sunnudagskvöld sem réttum skilaboðum var komið áleiðis til þeirra. Ekki upplýst um hina farþeganna Samkvæmt heimildum fréttastofu var rakningateymið ekki upplýst um það strax í upphafi að farþegar frá Úrval Útsýn hafi verið um borð í umræddri vél. Leiddi þetta misræmi til mikillar óvissu meðal viðskiptavina ferðaskrifstofunnar. Tveir farþegar sem Vísir ræddi við fóru í sjálfskipaða sóttkví eftir að þeir fréttu að sessunautur þeirra hafi greinst með Covid-19. Þeir fengu loks tilkynningu frá Úrval Útsýn á ellefta tímanum á sunnudagskvöld um að þeim bæri að fara í sóttkví. Áttu ekki eftir að fá símtal Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir um að ræða misskilning sem búið sé að leiðrétta en ekki stóð til að rakningateymið myndi hringja í umrædda farþega. Samkvæmt núgildandi verklagi teymisins er það látið duga við slíkar aðstæður að koma boðum um sóttkví áfram í gegnum ferðaskrifstofu eða flugfélag. Hjördís telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að töfin auki hættuna á því að stærsta hópsmit þessarar bylgju nái frekari útbreiðslu. „Við höfum ekki beint áhyggjur af því en auðvitað hefði verði gott ef allir hefðu fengið sömu skilaboð strax.” Umfang smitrakningar að aukast Hjördís segir gríðarlegt vera á rakningateyminu þessa daganna en fjölgun innanlandssmita náði hámarki í gær þegar 123 smit greindust. Hafa aldrei fleiri greinst hérlendis á einum degi frá því að faraldurinn braust út. Almannavarnir vonast til að nýlegar samkomutakmarkanir komi til með að einfalda smitrakningu. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýns, hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ekki hefur náðst í Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóra Heimsferða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41