Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:00 Allegri fagnar einum af fimm ítölskum meistaratitlum sínum hjá Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu. Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira