Miklar væntingar gerðar til Styrmis hjá Davidson og hann á von á góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2021 10:01 Styrmir Snær Þrastarson fetar í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar hjá Davidson. vísir/hulda margrét Jón Axel Guðmundsson segir að miklar væntingar séu gerðar til Styrmis Snæs Þrastarsonar hjá Davidson háskólanum. Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Styrmir sló í gegn með Íslandsmeistaraliði Þórs Þ. á síðasta tímabili og var valinn besti ungi leikmaður Domino's deildarinnar. Frá og með næsta vetri mun hann leika með Davidson í A10-deildinni í bandaríska háskólaboltanum. Jón Axel gerði garðinn frægan með Davidson villiköttunum á árunum 2016-20. Hann fór með liðinu í úrslitakeppni háskólaboltans, marsfárið svokallaða, 2018 og árið eftir var hann valinn besti leikmaður A10-deildarinnar. Meðal annarra leikmanna sem hafa hlotið þá viðurkenningu má nefna David West, Norm Nixon, Eddie Jones og Marcus Camby. Jón Axel kunni afar vel við sig í Davidson, sem er í Norður-Karólínu, og mælti heils hugar með skólanum fyrir Styrmi. „Hann á von á öllu frábæru. Við höfum rætt mikið saman í gegnum þetta allt í vetur,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. „Hann hafði margar spurningar um skólann og hvaða hlutverk ég héldi að hann fengi. Ég tala vikulega við þjálfarann og hann gerir mestu væntingar til Styrmis. Það er bara spurning hvernig hann kemur inn í þetta. Það er allt opið og ég held að hann eigi fulla möguleika á að komast í byrjunarliðið á fyrsta ári. Ég veit allavega að þeir elska hvernig hann spilar og ég veit að hann mun eiga frábæra tíma í Davidson.“ Jón Axel er enn í góðu sambandi við fólk í Davidson, meðal annars þjálfarann gamalreynda, Bob McKillop. Sá fór afar fögrum orðum Jón Axel í viðtal við Fréttablaðið fyrir þremur árum og sagði hann þrautseigan, óttalausan og frábæran liðsfélaga. Jón Axel segir að umgjörðin hjá Davidson sé frábær og McKillop búi til sannkallaða fjölskyldustemmningu þar. Hinn 71 árs McKillop hefur þjálfað Davidson síðan 1989. Þekktasti leikmaðurinn sem hann hefur þjálfað í Davidson er Stephen Curry, einn besti körfuboltamaður sinnar kynslóðar. „Ég fór til Davidson fyrir þremur vikum að heimsækja alla. Þegar ég var þarna var umgjörðin fáránlega geggjuð og þeir eru bara búnir að bæta í. Þetta er enn betra fyrir Styrmi,“ sagði Jón Axel. „Þjálfarinn hringir í mig vikulega og sonur hans, sem er aðstoðarþjálfari, sendir mér skilaboð daglega. Svo er ég alltaf í sambandi við leikmenn á FaceTime. Það er það besta við Davidson. Í mörgum öðrum skólum eru liðsfélagarnir ekkert endilega bestu vinir en í Davidson er þetta eiginlega fjölskyldan þín. Allir eru saman allan tímann.“ Jón Axel segir að McKillop umgangist leikmenn eins og þeir séu synir hans. „Bob sagði við Styrmi og pabba hans þegar þeir komu að hann myndi koma fram við hann eins og sinn eigin son. Hann gerir það við alla leikmenn sína og það er fáránlegt hvernig hann nær því,“ sagði Jón Axel.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira