Fórnarlömbum Hillsborough slyssins fjölgar úr 96 í 97 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 11:33 Stuðningsmenn Liverpool minnast hér fórnarlamba Hillsborough slyssins sem eru nú ekki lengur 96 heldur 97. EPA-EFE/PETER POWELL Hingað til hefur verið sagt frá því að Hillsborough slysið hafi kostað 96 stuðningsmenn Liverpool lífið. Í gær bættist sá númer 97 við þegar hinn 55 ára gamli Andrew Devine lést meira en þremur áratugum eftir slysið. 15. apríl 1989 varð hryllilegt slys þegar 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana á undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fótbolta þegar Liverpool og Nottingham Forrest áttust við. RIP Andrew Devine, the 97th Liverpool supporter unlawfully killed due to what happened at Hillsborough, thinking of his family and friends and everyone still affected by that terrible day https://t.co/Lh0u4tAq7N— Dan Kay (@dankay) July 28, 2021 Hillsborough slysið er versta slysið í sögu íþróttaviðburða á Englandi og kallaði á miklar breytingar því í framhaldinu var bannað að hafa grindverk á fótboltaleikvöngum. Fólkið sem lést kramdist upp við grindverkið þegar áhorfandastæðin fyrir aftan markið yfirfylltust. Nú 32 árum seinna hefur einn bæst við hóp fórnarlambanna. Fjölskylda Andrew Devine greindi frá því í gær að hann hafi látist. Liverpool minntist hans á miðlum sínum og Liverpool liðið hélt minningarathöfn í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool fan Andrew Devine, who suffered life-changing injuries in the Hillsborough disaster, dies aged 55https://t.co/inp25yGxVA— BBC News (UK) (@BBCNews) July 29, 2021 Devine var aðeins 22 ára gamall þegar hann mætti á Hillsborough leikvanginn fyrir 32 árum. Hann slasaðist mjög illa og var vart hugað líf eftir að hafa orðið fyrir miklum súrefnisskorti í troðningnum. Devine lifði mjög mikið fatlaður í meira en þrjá áratugi eftir slysið en dánardómstjóri úrskurðaði í gær að Devine hafi látið vegna afleiðinga af þeim áverkum sem hann varð fyrir í slysinu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Enski boltinn Hillsborough-slysið England Bretland Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira
15. apríl 1989 varð hryllilegt slys þegar 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana á undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fótbolta þegar Liverpool og Nottingham Forrest áttust við. RIP Andrew Devine, the 97th Liverpool supporter unlawfully killed due to what happened at Hillsborough, thinking of his family and friends and everyone still affected by that terrible day https://t.co/Lh0u4tAq7N— Dan Kay (@dankay) July 28, 2021 Hillsborough slysið er versta slysið í sögu íþróttaviðburða á Englandi og kallaði á miklar breytingar því í framhaldinu var bannað að hafa grindverk á fótboltaleikvöngum. Fólkið sem lést kramdist upp við grindverkið þegar áhorfandastæðin fyrir aftan markið yfirfylltust. Nú 32 árum seinna hefur einn bæst við hóp fórnarlambanna. Fjölskylda Andrew Devine greindi frá því í gær að hann hafi látist. Liverpool minntist hans á miðlum sínum og Liverpool liðið hélt minningarathöfn í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Liverpool fan Andrew Devine, who suffered life-changing injuries in the Hillsborough disaster, dies aged 55https://t.co/inp25yGxVA— BBC News (UK) (@BBCNews) July 29, 2021 Devine var aðeins 22 ára gamall þegar hann mætti á Hillsborough leikvanginn fyrir 32 árum. Hann slasaðist mjög illa og var vart hugað líf eftir að hafa orðið fyrir miklum súrefnisskorti í troðningnum. Devine lifði mjög mikið fatlaður í meira en þrjá áratugi eftir slysið en dánardómstjóri úrskurðaði í gær að Devine hafi látið vegna afleiðinga af þeim áverkum sem hann varð fyrir í slysinu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc)
Enski boltinn Hillsborough-slysið England Bretland Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Sjá meira