Aflétta einangrunarskyldu fyrir Covid-smitaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2021 22:31 Íbúar í Alberta í Kanada munu ekki þurfa að fara í einangrun, frá og með 16. ágúst, greinist þeir með Covid-19. EPA-EFE/Raul Martinez Íbúar Alberta fylkis í Kanada sem greinast smitaðir af Covid-19 munu ekki þurfa að fara í einangrun eftir að þeir greinast. Þetta tilkynnti yfirmaður heilbrigðismála í fylkinu í gær en breytingarnar taka gildi eftir tæpar þrjár vikur. Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Deena Hinshaw, yfirmaður heilbrigðismála í Alberta, sagði á upplýsingafundi í gær að þrátt fyrir fjölgun smita hafi fjölgun bólusettra komið í veg fyrir alvarleg veikindi og ólíklegt sé að heilbrigðiskerfið muni finna fyrir þessari fjölgun smitaðra. Kanadíska ríkisútvarpið greinir frá. Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu hafi því ákveðið að fara að koma fram við kórónuveiruna líkt og inflúensu og aðra slíka sjúkdóma. „Þegar við heyrðum fyrst um Covid-19 vissum við lítið um veiruna og höfðum enga lækningu og engin bóluefni… í dag erum við á allt öðrum stað,“ sagði Hinshaw á fundinum. Á fundinum tilkynnti hún nokkrar breytingar á sóttvarnaaðgerðum og verða breytingarnar teknar í gildi á tveimur stigum. Fyrstu breytingarnar taka gildi í dag og munu þeir sem greinast með Covid þurfa að fara í einangrun en þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti munu ekki þurfa að fara í sóttkví, þó til þess sé mælst. Mæla enn með sóttkví Hinshaw sagði þó í gær að vel gæti til þess komið að einhverjir útsettir fyrir smiti verði skikkaðir í sóttkví ef umhverfi þeirra er talið hááhættuumhverfi eða til að koma í veg fyrir hópsmit. Þá munu þeir sem greinast smitaðir verða látnir vita en þeir sem komist hafi í návígi við smitaða verða ekki látnir vita. Það verði á ábyrgð hinna smituðu að láta sína nánustu vita. Þó verði áfram fylgst með, til dæmis ef smitaðir hafi farið inn á heilbrigðisstofnanir. Þá munu þeir sem komist hafa í návígi við smitaða ekki verða skikkaðir í sýnatöku en einkennasýnataka verður enn í boði. Grímuskylda verður áfram í gildi inni á heilbrigðisstofnunum, í almenningssamgöngum og leigubílum. Sýnataka ekki lengur í boði fyrir einkennalausa Breytingarnar sem taka gildi um miðjan ágúst, þann 16. nánar tiltekið, verða mun drastískari. Smitaðir munu ekki þurfa að fara í einangrun, þó að þeir verði hvattir til þess. Grímuskyldu verður aflétt þó hún kunni vera áfram í gildi á heilbrigðisstofnunum. Sóttvarnahótel munu loka og sóttvarnaaðstoð verður felld niður. Þeim sem eru með einkenni verður enn boðið að fara í sýnatöku ef einkennin eru mikil. Aðeins verður hægt að fara í sýnatöku á heilsugæslum og spítölum eftir mánaðamót ágúst og september. Heilbrigðisstarfsmenn muni þá einblína á þá sem sýna alvarleg einkenni Covid-19 og þurfi á sjúkrahússinnlögn að halda. 194 greindust smitaðir af veirunni í Alberta í gær, lang flestir þeirra eru fullbólusettir. 84 eru inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 18 á gjörgæslu. Um 7.100 sýni voru tekin í fylkinu á þriðjudag og greindust um 2,9 prósent þeirra sem höfðu farið í sýnatöku. 75,6 prósent Albertabúa yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni gegn Covid-19, þar af 64,3 prósent sem eru fullbólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Bólusetningar Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira