Körfubolti

Westbrook sagður á leið til Lakers

Valur Páll Eiríksson skrifar
Westbrook hefur verið hjá Washington Wizards síðastliðið ár.
Westbrook hefur verið hjá Washington Wizards síðastliðið ár. Scott Taetsch/Getty Images

Leikstjórnandinn Russell Westbrook er sagður á leið til Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta.

Adrian Wojnarowski, fréttamaður á ESPN, sem er talinn á meðal þeirra áreiðanlegri þegar kemur að málum tengdum NBA-deildinni greinir frá því á Twitter-síðu sinni að Lakers sé nálægt því að ganga frá skiptum Westbrook til liðsins.

Hann segir að þeir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope fari í skiptum til Washington Wizards auk valrétts í fyrstu umferð í nýliðavalinu á þessu ári.

Möguleg skipti Westbrooks til Lakers hafa verið í deiglunni síðustu daga en Wojnarowski segir skiptin vera langt komin.

Westbrook, sem er 32 ára gamall, kom til Wizards í fyrra eftir eina leiktíð með Houston Rockets. Áður lék hann við góðan orðstír hjá Oklahoma City Thunder árin 2008 til 2019. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2017 og hefur níu sinnum verið í stjörnuliðinu.

Lakers lenti í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar á nýliðinni leiktíð og féll út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir Phoenix Suns, 4-2, en Suns fóru alla leið í úrslit hvar þeir töpuðu fyrir meisturum Milwaukee Bucks.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×