Þakkaði mömmu sérstaklega eftir fyrsta leikinn með aðalliði FCK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 13:15 Hákon Arnor Haraldsson samdi við FC København fyrir tveimur árum. getty/Lars Ronbog Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FC København í gær. Hann þakkaði móður sinni eftir frumraunina. FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu. Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Sjá meira
FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu.
Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Sjá meira