„Við eigum að halda áfram að njóta góðs af því að vera vel bólusett“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2021 11:45 Bjarni Ben telur gagnrýni stjórnarandstöðunnar koma á undarlegum tíma. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir lítið meðalhóf felast í að ráðast í harðar aðgerðir á meðan lítill hluti bólusettra veikist alvarlega af Covid-19. Ljóst væri að án bólusetninga væri staðan allt önnur hér á landi. „Ef við værum óbólusett þjóð þá er auðvitað ljóst að við værum með miklu, miklu, miklu strangari takmarkanir á samkomum. Þannig að, í þeim skilningi erum við nú þegar að njóta góðs af því að vera komin með vel bólusetta þjóð, þó við ætlum að gera enn betur,“ sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áfram eigi að leggja áherslu á bólusetningar. Ef í ljós komi að þær sýni árangur í baráttunni gegn alvarlegum veikindum verði forsendur fyrir hörðum innanlandsaðgerðum ekki fyrir hendi. „Við eigum að halda áfram að njóta góðs af því að vera vel bólusett. Það væri ekkert meðalhóf í öðru.“ Hann telur þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afléttingar takmarkana í síðasta mánuði komi á undarlegum tíma. „Mér finnst þetta ódýrt, þegar menn koma á þessum tímapunkti, núna þegar í ljós kemur að bóluefnin geta ekki komið jafn vel í veg fyrir smit og við vorum að vonast til, þá finnst mér mjög ódýrt að koma núna og segja: „Þetta voru allt mistök og þetta sáum við allt fyrir.“ Þetta fólk hefði átt að segja þetta 1. júlí, að það hafi verið á móti því að við færum í afléttingar. Þá átti það að stíga fram og segja: „Hér er verið að taka skref sem við erum alfarið á móti, leggjumst gegn og teljum að verið sé að taka óverjandi áhættu.“ En það var ekki gert,“ sagði Bjarni. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. 27. júlí 2021 20:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Ef við værum óbólusett þjóð þá er auðvitað ljóst að við værum með miklu, miklu, miklu strangari takmarkanir á samkomum. Þannig að, í þeim skilningi erum við nú þegar að njóta góðs af því að vera komin með vel bólusetta þjóð, þó við ætlum að gera enn betur,“ sagði Bjarni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áfram eigi að leggja áherslu á bólusetningar. Ef í ljós komi að þær sýni árangur í baráttunni gegn alvarlegum veikindum verði forsendur fyrir hörðum innanlandsaðgerðum ekki fyrir hendi. „Við eigum að halda áfram að njóta góðs af því að vera vel bólusett. Það væri ekkert meðalhóf í öðru.“ Hann telur þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afléttingar takmarkana í síðasta mánuði komi á undarlegum tíma. „Mér finnst þetta ódýrt, þegar menn koma á þessum tímapunkti, núna þegar í ljós kemur að bóluefnin geta ekki komið jafn vel í veg fyrir smit og við vorum að vonast til, þá finnst mér mjög ódýrt að koma núna og segja: „Þetta voru allt mistök og þetta sáum við allt fyrir.“ Þetta fólk hefði átt að segja þetta 1. júlí, að það hafi verið á móti því að við færum í afléttingar. Þá átti það að stíga fram og segja: „Hér er verið að taka skref sem við erum alfarið á móti, leggjumst gegn og teljum að verið sé að taka óverjandi áhættu.“ En það var ekki gert,“ sagði Bjarni.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. 27. júlí 2021 20:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga. 27. júlí 2021 20:00
„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40
Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. 26. júlí 2021 19:01