„Svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn“ Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 15:04 Húsflugan hefur hingað til talist meinlítið kvikindi en hún gerir íbúum í Grafarvogi lífið leitt. Og reyndar íbúum víðar um land. Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson Húsflugufaraldur er í Grafarvogi og víðar. Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur. Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur.
Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira