Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 19:54 Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í kvöld. Vísir/Stöð 2 Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira