Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þrátt fyrri þetta verður áfram hlýtt í veðri og getur hiti farið nærri 20 stigum í innsveitum þegar best lætur.
Sums staðar verða þokuloft við sjávarsíðuna að næturlagi og jafn vel fram eftir degi og því mun svalar þar.
Í dag verður víða rigning eða skúrir, einkum á Norðurlandi en úrkomulítið fyrir austan og hæg suðlæg átt yfir landinu öllu.