Mesti klaufi Ólympíuleikanna eða féll hún bara á eigin hroka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 10:00 Shericka Jackson kom bara á léttu skokki í markið og missti af undanúrslitunum og um leið af tækifærinu að vinna til verðlauna í 200 metra hlaupinu. AP/Petr David Josek Shericka Jackson frá Jamaíku er einn besti spretthlaupari heims. Hún verður þó hvergi sjáanleg þegar keppt verður í úrslitahlaupi 200 metranna á Ólympíuleikanna í Tókýó í dag. Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira