Segir að heimsmet Warholms jafnist á við met Bolts og FloJo Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 09:00 Karsten Warholm setti ótrúlegt heimsmet í úrslitum 400 metra grindahlaups á Ólympíuleikunum í Tókýó. getty/Mustafa Yalcin Heimsmet Karstens Warholm í 400 metra grindahlaupi jafnast á við merkustu met frjálsíþróttasögunnar. Þetta segir Colin Jackson, tvöfaldur heimsmeistari í 110 metra grindahlaupi. Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira