Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 23:01 Henriksen fékk óvænt silfur í sleggjukastinu í dag. Patrick Smith/Getty Images Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Sjá meira
Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Sjá meira