Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 20:00 Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun. sigurjón ólason Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kort sóttvarnastofnunar Evrópu er uppfært alla fimmtudaga með tölum um fjórtán daga nýgengi smita. Ísland verður skilgreint rautt á kortinu á morgun sem þýðir að aðildarríki Evrópusambandsins muni mæla gegn ferðalögum til Íslands. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir rauðan lit Íslands ekki hafa eins sterk áhrif og hann hefði haft áður en hluti heimsbyggðarinnar var bólusettur. Hann segir ríki horfa til fleiri þátta en fjölda smita í hverju landi fyrir sig. „Það er til dæmis verið að horfa til þess hvert hlutfall bólusettra sé í viðkomandi löndum þannig að ríkin eru að endurmeta það hvernig þau eiga að haga sínum sóttvörnum bæði á landamærum og innanlands,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.sigurjón ólason „Sjáum nú hvaða reglur gilda fyrir bólusetta sem ferðast frá rauðu Íslandi til þessara helstu landa.“ Þeir sem ferðast héðan og til Spánar þurfa einungis að fylla út sérstakt forskráningar eyðublað og sýna fram á bólusetningarvottorð við komuna til landsins. Bresk stjórnvöld styðjast við sitt eigið sóttvarnakort og verður næsta uppfærsla þess tilkynnt á morgun og tekur gildi á mánudaginn. Ef Ísland verður grænt eða appelsínugult á þeirra korti munu bólusettir þurfa að fylla út forskráningarform, framvísa neikvæðu hrað- eða PCR prófi og fara í sýnatöku innan tveggja daga eftir komuna til landsins. Verði Ísland rautt þurfa farþegar í tíu daga sóttkví auk alls þess sem ég nefndi áðan. Danir styðjast einnig við sitt eigið sóttvarnakort sem verður uppfært á föstudaginn. Ef Ísland verður rautt á þeirra lista þurfa bólusettir ferðamenn að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við komuna til landsins auk bólusetningarvottorðs. „En þessar reglur geta vægast sagt verið ruglningslegar og taka mjög hröðum breytingum, oft án fyrirvara. Því mælir utanríkisráðuneytið með því að ferðalangar kynni sér vel hvaða reglur gilda áður en lagt er af stað úr landi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira