Þokubakkar verða víða við strendur einkum að næturlagi en hlýtt í veðri og líklega mun hlýna enn frekar eftir helgi. Samkvæmt veðurspá á vef Veðurstofunnar má búast við litlum breytingum næstu daga en þó mun þykkna upp á vestanverðu landinu og rigna á sunnudagskvöld.
Það mun svo halda áfram í byrjun næstu viku en hiti mun vera á milli níu til tuttugu stig næstu daga.