„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:36 Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, . Stöð 2 Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“ Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51