Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 11:01 Friðrik Ómar skilur ekki hvers vegna er lokað á sviðslistir. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða. Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira
Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða.
Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Sjá meira