Warner fór yfir níu þúsund stigin í metþraut og Thiam vann aftur gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 13:11 Damian Warner helti vatni yfir sig eftir síðustu þrautina þegar Ólympíugullið og Ólympíumetið var í höfn. AP/Francisco Seco Kanadamaðurinn Damian Warner varð Ólympíumeistari í tugþraut og Nafissatou Thiam frá Belgíu vann sjöþrautina þegar þrautirnar í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó kláruðust í dag. Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Thiam var að endurtaka leikinn frá því á síðustu leikum en Warner var aftur á móti að vinna sitt fyrsta gull á stórmóti. Warner setti Ólympíumet og komst yfir níu þúsund stigin í lokagreininni þar sem hann náði í 738 stig. Warner endaði því með 9018 stig sem er líka landsmet. London s Damien Warner is an Olympic champion! Warner is the first Canadian to win the decathlon. pic.twitter.com/Dy77y9njrK— TSN (@TSN_Sports) August 5, 2021 Warner fékk bronsið í Ríó fyrir fimm árum. Frakkinn Kevin Mayer fékk silfur og Ástralinn Ashley Moloney tók bronsið. Sigur Warner var öruggur en hann fékk 292 stigum meira en Mayer og 369 meira en Moloney. Kevin Mayer var að vinna silfur á öðrum leikunum í röð en hann varð annar á eftir Bandaríkjamanninum Ashton Eaton í Ríó. Nafissatou Thiam frá Belgíu varði Ólympíumeistaratitil sinn í sjöþraut eftir harða keppni en Benelux löndin áttu allar bestu konurnar. Thiam endaði með 6791 stig eða 10ö2 fleiri stig en Anouk Vetter frá Hollandi sem fékk silfur. Hollendingurinn Emma Oosterwegel varð síðan þriðja með 6590 stig en hún fékk 19 fleiri stig en Noor Vidts frá Belgíu sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Thiam var sú fyrsta síðan Jackie Joyner-Kersee (1988 og 1992) til að vinna sjöþrautina á tvennum leikum í röð. Nafissatou Thiam of #BEL is a double Olympic champion!She takes gold in the women s heptathlon! Rio 2016 #Tokyo2020@WorldAthletics | #StrongerTogether | #Tokyo2020 | #Athletics pic.twitter.com/4NpCKYUXNW— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Bahamamaðurinn Steven Gardiner vann 400 metra hlaupið á 43,85 sekúndum, Anthony Zambrano frá Kólumbíu tók silfrið á 44,08 sekúndum og Kirani James frá Grenada fékk bronsið eftir að hafa komið í mark á 44,19 sekúndum. Kirani James á nú allt verðlaunasafnið í 400 metrunum því hann varð Ólympíumeistari í London 2012 en vann silfur í Ríó og svo bronsið í dag. The world champion becomes Olympic champion!Steven Gardiner wins #gold for #BAH in the men's 400m final!#StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/2PqCht8h0S— Olympics (@Olympics) August 5, 2021 Hin bandaríska Katie Nageotte varð Ólympíumeistari í stangarstökki kvenna eftir mikla baráttu við Rússann Anzheliku Sidorova sem fékk silfur. Nageotte fór yfir 4,90 metra en Sidorova komst ekki hærra en 4,85 metra. Bretinn Holly Bradshaw fór líka yfir 4,85 metra en felldi oftar og varð því að sætta sig við brons. Ólympíumeistarinn frá því í Ríó 2016, Katerina Stefanidi frá Grikklandi, varð fjórða. It's #gold for Katie Nageotte of #USA in the women's pole vault! #StrongerTogether | #Tokyo2020 | @WorldAthletics | #Athletics pic.twitter.com/Dh0uILIiRx— Olympics (@Olympics) August 5, 2021
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira