Guðni segir stöðuna vonbrigði en hvetur landsmenn til þess að fara ekki á taugum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við bólusetningu í Laugardalshöll. vísir/Vilhelm Forsti Íslands segir stöðu faraldursins og fjölgun smita vera vonbrigði enda hafi hann ekki vænst þess eftir bólusetningar. Hann hvetur þó landsmenn til þess að fara ekki á taugum, missa ekki móðinn og sýna náungakærleik. „Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
„Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. Við vorum svo mörg sem væntum þess að vera ekki í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir núna. Á hinn bóginn er það nú svo að það sem hefur fleytt okkur í gegnum þennan brimskafl er samstaða og virðing fyrir ráðum okkar færasta fólks. Ég vænti þess og vona að landsmenn átti sig á nauðsyn þess að halda áfram á þeirri braut,“ segir Guðni. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda út næstu viku og stjórnvöld hafa nú fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum um næstu aðgerðir. Enda verður ákvörðunin pólitískari en áður þar sem sóttvarnalæknir mun ekki skila afdráttarlausum tillögum. Inntur eftir skoðun á næstu skrefum segir Guðni það ekki vera í verkahring forseta að koma að þeirri ákvörðun. „Hverjar sem þær tillögur verða og hverjar sem ákvarðanir stjórnvalda verða hef ég einsett mér að fylgja þeim. Ég tek þá upplýstu ákvörðun að trúa á mátt vísinda, rannsókna og þekkingar og um leið ákveð ég að sinna mínum sóttvörnum eins vel og ég get.“ Guðni hvetur landsmenn til þess að gera slíkt hið sama og huga að eigin sóttvörnum; spritta hendur og gæta að fjarlægðartakmörkunum. „En um leið að ekki fara á taugum, ekki missa móðinn, ekki láta pirring ná tökum á sér. Sýna náungakærleik og umburðarlyndi og þá mun þetta allt fara eins vel og hægt er að óska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira