Fótbolti

Solskjær: Þeim sem tekst að enda fyrir ofan City verða meistarar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær gbýst við spennandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Ole Gunnar Solskjær gbýst við spennandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Andy Rain/Getty

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, býst við því að komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni verði spennandi. Hann segir að það lið sem tekst að enda fyrir ofan ríkjandi Englandsmeistara muni vinna deildina.

„Deildin hefur sjaldan verið jafn sterk eins og hún verður á komandi tímabili,“ sagði Solskjær.

„Auðvitað hafa það verið Citu og Liverpool sem hafa verið að berjast um titilinn seinustu ár, en mér finnst eins og bæði við og Chelsea sérum búin að eyða vel og leggja hart að okkur. Við ættum að horfa á okkur sem mögulega sigurvegara.“

Manchester United hefur eytt 107 milljónum punda í tvo leikmenn í sumarglugganum. Það eru þeir Jadon Sancho og Raphael Varane.

Nágrannar þeirra í City hafa þó gengið enn lengra, og í gær gerðu þeir Jack Grealish að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar þeir keyptu hann frá Aston Villa á hundrað milljónir punda. 

Þá hefur Harry Kane, framherji Tottenham, einnig verið orðaður við bláa liðið í Manchester, og ef svo á að verða þarf liðið líklega að bæta þetta met aftur. Solskjær segir að önnur lið þurfi að halda í við þessa þróun.

„Maður tekur eftir því að önnur lið eru að eyða stórum fjárhæðum og við það er áskorun að reyna að halda í við þau.“

„Þeim sem tekst að enda fyrir ofan City verða meistarar,“ sagði Solskjær að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×