Unnu Ólympíugullið í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Dawid Tomala kemur fyrstur í mark sem líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 km göngu á Ólympíuleikum. AP/Eugene Hoshiko Pólverjinn Dawid Tomala er líklega síðasti gullverðlaunahafi sögunnar í 50 kílómetra göngu á Ólympíuleikum en hann vann hana á leikunum í Tókýó í nótt. Antonella Palmisano frá Ítalíu vann 20 kílómetra göngu kvenna. Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Þetta var aðeins önnur 50 kílómetra gangan sem Tomala hefur klárað á ferlinum en hann kom í mark á þremur klukkutímum, 50 mínútum og átta sekúndum. Jonathan Hibbert var 36 sekúndum á eftir og fékk silfur. Dawid Tomala from #POL wins the men's 50km race walk!@WorldAthletics #Athletics @PKOL_pl pic.twitter.com/4tsTpyPdn3— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bronsið fór síðan til Kanadamannsins Evan Dunfee. Hann hélt hann hefði unnið bronsið á síðustu leikum en var þá dæmdur úr keppni fyrir að rekast utan í Japanann Hirooki Arai á endasprettinum. Nú kom hann hins vegar í markið og fær bronsið um hálsinn. Gangan fór þó ekki fram í Tókýó eins og áætlað var. Vegna hitans í borginni var ákveðið að færa hana norður til Sapporo sem er í norður Japan og í 832 kílómetra fjarlægð frá Tókýó. Hitinn var samt um þrjátíu stig en hefði verið miklu meiri í Tókýóborg. The last ever Olympic 50km race walk champion! Dawid Tomala #POL defies the odds to win the gold medal in 3:50:08! #tokyo2020#athletics pic.twitter.com/2CiEp9gqel— European Athletics (@EuroAthletics) August 6, 2021 Það er ljóst að 89 ára saga þessarar greinar á Ólympíuleikum er að enda en það hefur verið keppt í henni síðan á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1932. Aðeins karlar keppa í 50 kílómetra göngunni og nú er þegar ljóst að það verður ekki keppt í henni á næstu leikum í París árið 2024. Það verður áfram keppt í 20 kílómetra göngu karla og kvenna. Antonella Palmisano is the first Italian to win the women's 20km walk!#StrongerTogether | @Tokyo2020 | #ITA | #Athletics pic.twitter.com/l0pK9JduKu— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 20 kílómetra ganga kvenna fór fram í dag og hana vann Antonella Palmisano frá Ítalíu. Hin kólumbíska Sandra Arenas fékk silfur og Liu Hong frá Kína tók bronsið. Keppnin fór líka fram á götum Sapporo. Palmisano hefur verið þriðja bæði á HM og EM en núna náði hún gullinu. Hún kom 25 sekúndum á undan Arenas í markið og er fyrsti Ítalinn til að vinna 20 km göngu kvenna á Ólympíuleikum. Liu Hong varð Ólympíumeistari á síðustu leikum og tók einnig brons í þessari grein í London 2012. Sú kínverska hefur einnig orðið þrísvar heimsmeistari í greininni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira