Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 15:22 Umhverfisstofnun hvetur fólk eindregið til þess að krota ekki á hraunið, ganga á því, skilja eftir rusl eða kasta steinum á hraunið. Umhverfisstofnun Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur nokkuð verið um grjótkast á hið nýstorknaða hraun, auk þess sem finna má rusl og einstaka krot á hraunið. Þá berast einnig reglulega fréttir þar sem fólk er eindregið varað við því að stíga á hraunið. Umhverfisstofnun minnir hins vegar á að eldhraun, líkt og það sem nú rennur á Reykjanesi, njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, og því er grjótkast upp á hraunið, krafs eða traðk í raun brot á þeirri vernd sem það á að njóta. Vilja að gestir sýni náttúrunni virðingu „Í rauninni eru þetta einstakar náttúruminjar sem eru þarna að myndast. Við erum bara að leggja áherslu á virðingu fyrir þessu. Þetta náttúrulega skemmir ásýndina fyrir öðrum sem eru að skoða náttúruna verða til,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þetta er ekki í lagi.Umhverfisstofnun Ef til vill er það freistandi fyrir suma að krota ævarandi ástarjátninu í hraunið, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sannleikurinn er þó sá að fyrir utan það að athæfið er brot á náttúruverndarlögum, er það einnig stórhættulegt. „Hraunið er gríðarlega heitt og getur tekið langan tíma að kólna sérstaklega þar sem gosið getur haldið áfram þó við sjáum ekki hreyfingu í gígnum sjálfum. Hraunið rennur þá undir svartri skelinni í hraunhellum eða hvelfingum. Hraunskelin getur auðveldlega brotnað og undir henni getur verið allt að 1200°C heitt hraun. Það er því varhugavert að klifra upp á hraunið og ganga ofan á því. Slík hegðun getur einnig skemmt jarðminjarnar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna málsins. „Þetta er náttúrulega líka öryggisatriði sem við erum að hugsa. Einhver hefur þurft að fara ofan á hraunið til að krota,“ segir Inga Dóra. Gríðarlegur hiti getur leynst undir hraunskelinni.Umhverfisstofnun Landverðir Umhverfisstofnunar eru til staðar við eldstöðvarnar til þess að leiðbeina gestum, en stofnunin beinir því til gesta að bera virðingu fyrir því sem þarna á sér stað. Þetta er einstakt sem er þarna að verða til, náttúrulegt ferli sem við helst sjá sem ósnerta náttúru. Umhverfismál Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur nokkuð verið um grjótkast á hið nýstorknaða hraun, auk þess sem finna má rusl og einstaka krot á hraunið. Þá berast einnig reglulega fréttir þar sem fólk er eindregið varað við því að stíga á hraunið. Umhverfisstofnun minnir hins vegar á að eldhraun, líkt og það sem nú rennur á Reykjanesi, njóti sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, og því er grjótkast upp á hraunið, krafs eða traðk í raun brot á þeirri vernd sem það á að njóta. Vilja að gestir sýni náttúrunni virðingu „Í rauninni eru þetta einstakar náttúruminjar sem eru þarna að myndast. Við erum bara að leggja áherslu á virðingu fyrir þessu. Þetta náttúrulega skemmir ásýndina fyrir öðrum sem eru að skoða náttúruna verða til,“ segir Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun í samtali við Vísi. Þetta er ekki í lagi.Umhverfisstofnun Ef til vill er það freistandi fyrir suma að krota ævarandi ástarjátninu í hraunið, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sannleikurinn er þó sá að fyrir utan það að athæfið er brot á náttúruverndarlögum, er það einnig stórhættulegt. „Hraunið er gríðarlega heitt og getur tekið langan tíma að kólna sérstaklega þar sem gosið getur haldið áfram þó við sjáum ekki hreyfingu í gígnum sjálfum. Hraunið rennur þá undir svartri skelinni í hraunhellum eða hvelfingum. Hraunskelin getur auðveldlega brotnað og undir henni getur verið allt að 1200°C heitt hraun. Það er því varhugavert að klifra upp á hraunið og ganga ofan á því. Slík hegðun getur einnig skemmt jarðminjarnar,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna málsins. „Þetta er náttúrulega líka öryggisatriði sem við erum að hugsa. Einhver hefur þurft að fara ofan á hraunið til að krota,“ segir Inga Dóra. Gríðarlegur hiti getur leynst undir hraunskelinni.Umhverfisstofnun Landverðir Umhverfisstofnunar eru til staðar við eldstöðvarnar til þess að leiðbeina gestum, en stofnunin beinir því til gesta að bera virðingu fyrir því sem þarna á sér stað. Þetta er einstakt sem er þarna að verða til, náttúrulegt ferli sem við helst sjá sem ósnerta náttúru.
Umhverfismál Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41 Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5. ágúst 2021 23:35
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. 5. ágúst 2021 14:41
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34
Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07